Viðtal um túrisma og fleira

„Við megum ekki missa sjálfsvirðinguna. Við megum ekki gleyma því að við skiptum meira máli enn ferðamaðurinn þegar upp er staðið.“ – Úr viðtali sem Björn Þorláksson tók við Þórarinn Leifsson fyrir Samstöðina.

Hvar fæst bókin um langafa?

Beint frá höfundi Þú getur sent tölvupóst á netfangið totil123@gmail.com og fengið bókina senda beint heim með áritun frá höfundi. Þá kostar eintakið 3.900 krónur, 3.000 ef fleiri en þrjár bækur eru pantaðar í einu.

Hjarta Reykjavíkur á Laugaveg 12b selur„Langafi og jökullinn sem hvarf“ einnig fyrir 3.900 krónur eintakið. Búðin er auk þess með rómaðan gjafavarning til sölu þannig að þar er jafnvel hægt að bæta í pakkann.

Penninn Eymundsson er að selja langafa í sínum helstu búðum. Þau eru líka með hana til sölu á vefsíðunni fyrir 4.999 krónur. Penninn er afar mikilvægur söluaðili þar sem þau sjá um að dreifa bókinni út um allt land. Eintök hafa sést á Akureyri, á Ísafirði, í Húsavík, í Vestmannaeyjum og á Selfossi.

Forlagsbúðin úti á Granda bíður aðeins betur. Þar fæst bókin á 4.590 krónur. Þau eru líka með ansi mikið úrval af bókum almennt.

Salka á Hverfisgötu 89-93 býður enn lægra verð, langafi kostar 4.490 krónur á vefsíðu búðarinnar. Salka gefur út eigin bækur og auglýsir ýmsa atburði reglulega.

Gullfosskaffi er með bókina til sölu á fjórum tungumálum. Verslunin auglýsir sig á Instagram og er til fyrirmyndar hvað varðar upplýsingamiðlun og sölu.

Sveitbúðin Una er falleg gjafavörubúð á Hvolsvelli. Þarna er tekið afar vel á móti ferðamönnum – hvað leiðsögumenn athugi.

12tónar eru með örfá eintök til sölu. Þeir selja aldrei neitt og bókin sést hvergi uppi við. Enn það gerir ekkert til því eigendurnir eru góðir vinir höfundar. Í 12tónum er líka hægt að kaupa vinylplötur og sulla bjór yfir RUV-silkihúfur ef sá gállinn er á manni.

Kaffifélagið er með örfá eintök til sölu. Þetta er eitt besta kaffihúsið í bænum og afar vinveitt litlum útgáfum.

Bókakaffið í Reykjavík og á Selfossi eru með bókina enn lítið vitað um sölu enn sem komið er. Ættu að vera til eintök einhverstaðar inni í búðinni ef vel er leitað.

Bónus og Hagkaup höfðu engan áhuga á að hafa þessa bók til sölu. Ekki vera aumingi, ekki kaupa jólagjafir handa barninu þínu þar sem þú kaupir vanalega smokka, klósettpappír og rækjusamlokur.

Í stuttu máli: Gefðu „Langafi og jökullinn sem hvarf“ í jólagjöf. Ríkulega myndskreytt bók sem hefur slegið í gegn og fengið afar góða dóma í Kiljunni og víðar. Fæst í betri bókabúðum og árituð beint frá höfundi.

Myndskreytt bók á fjórum tungumálum

Langafi og jökullinn sem hvarf varð til þegar Þórarinn Leifsson ók með túrista um sömu slóðir og langafi hans var vanur að reka búfé. Bókin er blanda af barnabók, kennsluefni og grafískri nóvellu og markar jafnframt afturhvarf höfundar til myndskreytinga í 66 máluðum síðum. Markmiðið er að fræða erlend og íslensk börn um stórkostlegt land og sögu þess á hjara veraldar. 

Langafi og jökullinn sem hvarf fæst núna á íslensku og ensku í Hjarta Reykjavíkur, 12tónum, í Forlagsbúðinni úti á Granda og í eftirfarandi Penninn-Eymundsson búðum: Á Laugavegi 77, Skólavörðustíg, Austurstræti, Kringlunni, Smáralind, Hafnarfirði, í Keflavík, á Akranesi, á Selfossi og á Akureyri.

Höfundur selur bókina einnig beint á 4440 krónur með vsk. Hagnaður af sölu fer í að framleiða næsta upplag sem kemur út á þýsku og spænsku í ágúst. Þórarinn Leifsson er að segja heiminum sögu sem skiptir máli á fjórum tungumálum – sögu af langafa sem fór með hesta yfir jökul sem er horfinn núna.

> Meira um bókina

> Viðtal í Stuck in Iceland

Viðtal í Mogganum

Út að drepa túrista nefnist nýjasta bók Þórarins Leifssonar sem einnig teiknaði í hana myndir og braut um. Í bókinni segir af lífsþreyttum leiðsögumanni, Kalman Pétri, sem leggur í enn eina ferðina með erlenda ferðamenn en sú stefnir þó í að vera öllum öðrum ólík. Einn ferðamannanna finnst myrtur á hóteli í upphafi bókar og virðist nokkuð ljóst að einn hinna ferðamannanna er morðinginn. Lögreglan hefur rannsókn og Kalman leggur grunlaus af stað með fulla rútu af ferðamönnum og fúllynda bílstjórann Magga.

Þetta er glæpasaga og um leið svipmynd af íslenskri ferðaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu og titillinn sagður leikur að þeirri þversögn að þótt stór hluti þjóðarinnar lifi af þerðaþjónustu séu tilfinningar margra Íslendinga til túrista ansi flóknar. Þeir bæði hati þá og elski.

Stífur rammi

Þórarinn hefur skrifað bækur fyrir börn og fullorðna og flær verið þýddar á fjölda tungumála. En nú kveður við nýjan tón því þetta er hans fyrsta glæpasaga. Hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að skrifa krimma. „Mig langaði til að gera bók sem myndi fá fleiri lesendur þannig að ég ákvað að gera stutta kafla, einskorðaða við þúsund orð, minnir mig. Ég hef verið svo mikið í tilraunum að ég ákvað að setja einhvern stífan ramma utan um þetta og taka þá eitthvað sem er vinsælt og það eru til dæmis krimmar,“ svarar Þórarinn. „Ég vildi fá einhverja skál utan um efnið svo það myndi ekki flæða í allar áttir. Vaða úr einu sjónarhorni í annað, hafa stutta kafla. Þetta er svolítið eins og Netflix-sería.“

– Þú setur mjög skemmtilegan fyrirvara áður en sagan hefst, biður lesanda að athuga að fordómar, kynfláttahatur, fitusmánun, karlremba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun, mistök í leiðsögn og ýmiss konar óeðli séu ekki höfundar.

„Já, já, nú á tímum er nauðsynlegt að hafa alltaf fyrirvara. Málið er að flað er alltaf hætta á því að lesandinn tengi karakterana of mikið við mig og flá losna ég aldrei við þennan stimpil og hætti væntanlega að fá vinnu sem leiðsögumaður,“ svarar Þórarinn kíminn. Kalman siðlaus og brotinn

– Mig langaði einmitt að spyrja þig hvort leiðsögumaðurinn Kalman Pétur sé að miklu leyti þú sjálfur eða byggður á þinni reynslu …

„Já og nei. Allar þessar íslensku karlpersónur yfir þrítugu eru alltaf að einhverju leyti byggðar á mér en líka oft byggðar á fólki sem er í kringum mig. þannig að ég passa mig náttúrlega á því að fara heldur ekki of nálægt. Að vera leiðsögumaður er svipað og að vera leikskólakennari þannig að Kalman leyfir sér miklu meira en ég myndi nokkurn tíma leyfa mér og meira að segja í hugsun. Hann er nokkuð siðlaus, í raun og veru, brotinn. En það eru element í honum úr mér og element úr mér líka í Magga bílstjóra,“ svarar Þórarinn. Hann sé að leika sér svolítið með miðaldra hvíta karlinn og líka leiðsögumanna- og bílstjóratýpurnar.

Spaug í anda Fargo

– Þetta er gamansöm glæpasaga, það er léttur tónn í henni, ekki satt?

„Jú, ég er að reyna að ná svolítið þessum grófa húmor sem er til dæmis í kvikmyndinni Fargo,“ svarar Þórarinn og er í framhaldi spurður hvort fléttan sé í anda Agöthu Christie, full rúta af grunuðum. Jú, hann staðfestir að svo sé og bendir í því sambandi á Morðið í Austurlandahraðlestinni.

„Ég er að taka viljandi upp flá klisju til að reyna að setja einhver bönd á þetta. Bókin er á mörkunum að vera of fagurfræðileg þannig, eins og einhver lesandinn sagði. Ég er að reyna að gera það ekki, er að reyna að gera klisju, reyfara, en þar sem ég hef aldrei lesið mikið af þannig reyfurum er ég ekkert endilega að koma inn sem sérfræðingur í glæpasögum,“ segir Þórarinn. Hann nálgist formið utan frá, sem aðkomumaður, og sækist eftir því að bókin virki eins og Netflix-sería. Hún verði vonandi „hámlesin“.

Þórarinn segir Covid-faraldurinn með öllum sínum takmörkunum, ferðamannaflurrð og hléum hafa bjargað sér að mörgu leyti. Covid hafi fært sér sögusviðið og auk fless heilt ár til að skrifa. Bókin er flví allmikið innblásin af kófinu. „Og í raun og veru skrifuð beint inn í það, þessi vika sem gerist í miðjum mars er vika sem ég lifði sjálfur“ bætir Þórarinn við og á þar við tímabilið sem sagan spannar.

Beint upp úr dagbók

Fremst í bókinni er upptalning á öllum ferðamönnum sögunnar, hinum látna og hinum grunuðu. Lýsingarnar eru stuttar en oftar en ekki spaugilegar og Þórarinn er spurður

hvort einhverjar flessara persóna séu byggðar á fólki sem hann hafi kynnst á ferðum sínum. „Já, lauslega og á stuttum atvikum sem ég hef lent í. Ég man eftir stelpu með dredda sem var augljóslega undir áhrifum ofskynjunarlyfja og ég hef oftar en einu sinni dílað við Trump-ista, pólitíska öfgamenn. Oft eru setningar sem þú lest í bókinni teknar beint upp úr dagbók hjá mér, ég held alltaf dagbók,“ segir Þórarinn. Hann hafi haldið dagbók allt frá því sonur hann fæddist árið 2011 og hún bæði hjálpað honum við bókaskrif og ýmsar upprifjanir. Þórarinn er að lokum spurður hvort bókin verði gefin út á fleiri tungumálum og segir hann bandarískan þýðanda vinna að því að fá bókina gefna út á ensku. „Það skýrist í janúar eða febrúar, ég bind vonir við það og titillinn verður þá Killing Tourists“ segir Þórarinn.

– Þetta er ansi grípandi titill …

„Já, Út að drepa túrista. Einhver sagði að þetta væri titill ársins,“ segir Þórarinn sposkur. Honum hafi líka tekist að rugla nokkra í ríminu á samfélagsmiðlum með þessum ágæta titli.

„Út að drepa túrista“ í 12 tónum, daginn fyrir kosningar.

Út að drepa túrista

Út að drepa túrista var dreift í bókabúðir 28 september, 2021. Þeir sem vildu forskot á sæluna mættu í útgáfuhófið í 12 tónum á Skólavörðustig klukkan 18-20, föstudaginn 24 september, daginn fyrir kosningar. Þar var bókin á sérstöku kynningarverði og Þórarinn Leifsson áritaði. Það voru allir velkomnir og þeir sem hafa störfuðu með höfundi í ferðaþjónustu alveg sérstaklega.

Út að drepa túrista er glæpasaga og ekki síður svipmynd af íslenskri ferðþjónustu um það leiti sem kórónaveiran lamaði öll ferðalög um ísland og heimsbyggðina, vorið 2020.

Nánar má lesa um bókina hér.

Lesið hugleiðingar höfundar um bókina hér

Lesið fyrsta kafla hér.

Bókaskrif í skugga veirunnar

Haustið 2017 sogaðist ég inn í túrisman eins og svo margir landar mínir því tekjurnar voru umtalsvert meiri en ég hafði átt að venjast sem rithöfundur. Þannig kom það til að landið sem ég hafði snúið baki við megnið af ævinni opnaðist fyrir mér á nýjan hátt, svolítið eins og erfið og stórhættuleg ný kærasta með geðhvarfasýki. Þessi kærasta reyndi að drepa mig nokkrum sinnum í viku á þjóðvegum landsins en gat síðan allt í einu tekið upp á því að kyssa mig og kjassa í miðjum febrúar – því ekkert er eins óútreiknanlegt og íslensk veðrátta. Ég var lentur í haturs og ástarsambandi við landið sem ól mig.

Á sama tíma var ég í svipuðu sambandi við ferðamennina sem ég ferjaði milli staða. Hvaða fólk var þetta? Af hverju voru þau að koma hingað? Af hverju var dapra konan ein á ferð? Af hverju talaði þessi maður svona illa um maka sinn? Og svo  framvegis. Ég fékk fljótlega bók í magann en sá um leið að það var nánast óvinnandi verk að setjast niður og skrifa skáldssögu um veruleika sem ég hrærðist í á hverjum degi. Ég var allt of nálægt viðfangsefninu og þar að auki dauðþreyttur flest kvöld. Ég varð að láta smærri verkefni nægja í bili. Eftir fyrsta árið á þjóðveginum datt mér í hug að gera ljósmyndabók um túrisma. Ég tók mynd af sama bekknum með mismundandi ferðamönum á Geysi sjötíu og sex sinnum á einu ári og skeytti við textum úr dagbók. Þetta voru litlar smásögur um fjölþjóðlegan mannlífspott.

Ég gerði nokkrar atlögur að skáldsögu. Ísland er miskunnarlaust og ferðalangar stöðugt minntir á hversu fallvalt lífið er. Á veturna þegar farfuglarnir eru fjarri sveimar annarlegur doði yfir landsslaginu, líkt og í kirkjugarði. Þannig lá glæpasaga beint við og samfélag innan í rútu leiddi hugan fljótlega að Agethu Christie með tilheyrandi fléttum. En um leið og ég settist niður til að skrifa lenti ég í basli með að staðsetja rútuna í tíma og rúmi og réttlæta að hópurinn færi í gegnum fjölmennustu ferðamannastaði landsins án þess að lögreglan hefði áhyggjur af því að morðinginn léti sig einfaldlega hverfa úr hópnum.

Veirufárið í upphafi árs 2020 kom því eins og himnasending. Nú var ég kominn með rétta sviðið fyrir glæpasögu. Þessa skrítnu viku í miðjum mars sem ég lifði sjálfur. Ég fékk heilt ár án ferðamanna þar sem ég gat meir eða minna einbeitt mér að skrifum. Þar að auki hafði ég nógu mikla fjarlægð frá viðfangsefninu til að geta verið kvikindislegur við ferðamennina.

Á hverjum degi er einhverstaðar túristi að brenna sig í hver, detta ofan í gljúfur, drukkna í brotsjó í Black Beach eða fótbrotna í hálku upp við Sólheimajökul. Þótt leiðsögumenn beri ekki lagalega ábyrgð á fullorðnu fólki þá eru þeir sífellt hræddir við að fólk slasist eða verði eftir einhverstaðar. Sannleikurinn er sá að nokkrir ferðamenn slasast eða deyja á hverju ári án þess að íslendingar gefi því mikinn gaum. Fjöldamorðingi í smárútu er því aðeins viðbót við ótal atriði sem góður leiðsögumaður þarf að hafa í huga. 

Bekkurinn – dagbók í Gullhring

Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Þegar áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri ferð og gaf deginum einkunn að hætti TripAdvisor. Hér er hægt að fylgjast með framvindu á Facebook síðunni.

Bekkurinn veitir innsýn í tólf mánaða tímabil þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Sjötíu og sex myndir lýsa síbreytilegri veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru jafnt sem eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum – á vertíð sem virðist aldrei taka enda.

Endurræstur og kominn á ról

Ýmislegt hefur gengið á í lífi Þórarins Leifssonar á síðustu mánuðum. Fyrst skilnaður eftir átján ára hjónaband með tilheyrandi flutningum frá Berlín heim til íslands. Síðan nýtt hlutastarf sem leiðsögumaður á hálendi íslands. Þetta kunna að vera áhugaverðir fréttir fyrir þá sem lásu síðasta kaflan í skáldsögunni Kaldakol sem kom út í nóvember 2017. Reyndar er margt í þeirri bók sem speglar líf höfundar. Hér er hressilegt viðtal  sem Haukur Már Helgason tók í tilefni útgáfunnar.