Út að drepa túrista

Leiðsögumaðurinn Kalman er þreyttur. Hring eftir hring og ár eftir ár hefur hann mátt sinna kenjum fólks frá öllum heimshornum, svara furðulegum spurningum og bregðast við óvæntum uppákomum. En þessi síðasta Suðurstrandarferð ætlar allt að trompa. Ekki nóg með að einn farþeginn finnist myrtur í upphafi ferðar og morðinginn leynist um borð í rútunni heldur sveimar hættuleg veira um, veðurspáin er viðbjóður og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur.

Út að drepa túrista er glæpasaga og svipmynd af íslenskri ferðþjónustu  um það leiti sem kórónaveiran lamaði öll ferðalög um ísland og heimsbyggðina, vorið 2020. Sagan er byggð upp sem hefðbundin fletta í anda Agötu Christie en er á sama tíma ærslasaga í stuttum köflum, að einhverju leiti andsvar við Nordic Noir glæpasögum undanfarinna ára.

Titill bókarinnar er leikur að þeirri þversögn að þótt stór hluti þjóðarinnar lifi af ferðaþjónustu þá eru tilfinningar margra íslendinga til túrista ansi flóknar, svo ekki sé meira sagt. Við hötum þau, við elskum þau.

Lesið hugleiðingar höfundar um bókina hér

Lesið fyrsta kafla hér.