Götumálarinn

Árið 1986 hverfur nítján ára Íslendingur á ferðalagi um Evrópu. Síðast heyrist til hans á Suður-Spáni þar sem hann segist lifa á því að mála myndir á gangstéttir. Þegar ekkert hefur spurst til drengsins í nokkra mánuði halda systir hans og móðir suður í sólina til að reyna að finna hann – en undir niðri kraumar ótti um það sem leitin kann að leiða í ljós …

Í þessari makalausu sögu berst lesandinn vítt og breitt um Spán og Marokkó, inn í framandi og háskalegan heim götulistamanna og flækinga. Frásögnin er æsispennandi og ævintýraleg, full af ógn og ísmeygilegri fyndni eins og fyrri verk höfundar.

> Lesið fyrsta kafla.
> Lesið dóm annarra höfunda.

**** „Þórarinn sýnir og sannar með Götumálaranum að hann er listagóður rithöfundur.[…] Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er.“
Kolbeinn Óttarsson Proppé / Fréttablaðið

 

****1/2 „Hér er um frábæra og einlæga ferða- og þroskasögu að ræða, sögu sem ungt fólk ætti ef til vill að forðast – vilji það ekki láta freista sín.“
Jón Bjarki / DV

**** „Skemmst er frá því að segja að Þórarni tekst að draga lesandann á bólakaf í atburðarásina og þessi framandi tilvist (alltént okkur miðstéttarfólkinu) stendur okkur lifandi fyrir hugskotssjónum. … Einn helsti styrkur sögunnar er að ég held að margir eigi auðvelt með að spegla sig í þessum 19 ára pilti sem þráir að upplifa hinn stóra heim þrátt fyrir hætturnar sem þar eru. … Þórarinn er ágætur stílisti, launfyndinn og á auðvelt með að framkalla stemningu.“
Arnar Eggert Thoroddsen / Morgunblaðið

Helsti kostur bókarinnar er frásagnargleðin, en ekki síður sá eiginleiki að sögumaður tekur sig mátulega alvarlega

Gunnþórunn Guðmundsdóttir / Bókmenntir.is

 

**** „Þórarinn er mikill húmoristi og hefur gott vald á stíl, tungu og framvindu og stundum fannst mér ég vera að lesa teiknimyndasögu, svo lifandi voru lýsingar hans á persónum, atburðum og umhverfi. Hann laumar stundum að bröndurum næstum því án þess að maður taki eftir því („Betl reyndi mjög á þolinmæðina og þess vegna voru það oft þýskir flakkarar sem entust best.“) Líkingamál er lifandi og oft frumlegt og kryddar söguna skemmtilega.“
Eiríkur Stephensen /Eyjan

„Það er verið að gefa borgaralegu líferni fingurinn, reglubundnu hversdagslífi með vinnu níu til fimm og svo framvegis, með því að flakka um, vinna sér inn pening eftir hentisemi, vera í tilviljanakenndum félagsskap hins og þessa fólks. Það sem ég fílaði ekki síst er að Þórarinn er ekkert að rómantísera þetta, það eru engir snillinga- eða hetjukomplexar í gangi eða háfleygar sjálfsánægðar vangaveltur um það hvernig hann hafnar hinu smáborgaralega hugarfari.“
Bókaspjall á Druslubókum og doðröntum

http://bokvit.blogspot.com/2011/12/bokaspjall-um-flokkubokmenntir-og.html

***** “Götumálarinn er virkilega vönduð og skemmtileg bók. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir ævintýragjarnt ungt fólk. Maður hreinlega tætir sig í gegnum síðurnar og ævintýri Tóta meðal róna og dóna í Barselóna (eða spáni almennt) eiga sér engin takmörk. Götumálarinn er þeim kostum gædd, að vera bæði fyndin og spennandi á sömu blaðsíðunni, enda sögð frábærlega af sögumanninum. Feisbúkk-kynslóðin á eftir að skíta á sig.

Dóri DNA , Mið-Ísland

[…] Þetta er alveg frábær bók, vel skrifuð, fyndin, spennandi og áhugaverð en hún byggir á reynslu höfundar.
Vikan

“Einsog pönkuð útgáfa af Minningarbók Sigga Páls. Stórt læk.”
Símon Birgisson, Leikhúsgagnrýnandi

“[…] stórskemmtilega bók […] bráðskemmtileg lesning […] við hvern kafla er teikning sem eykur verulega á gildi bókarinnar.”

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður

Var að klára bókina Götumálarinn eftir Þórarinn Thorarinn Leifsson. Algjörlega frábær bók, minnir mann á hvað það var gaman en hættulegt að vera ungur maður!
Reynir Lyngdal, kvikmyndargerðarmaður

Hvað gerist þegar Dýragarðsbörnin hitta Lonely Planet Europe? Voru ekki allir búnir að næla sér í eintak af Götumálaranum?

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur

Mögnuð bók. Er Tóti Jack Kerouac Íslands? Tja, maður spyr sig.

Halldór Baldursson / Teiknari

„Þetta er bók sem er mjög gaman að lesa, fjörlega skrifuð, skemmtileg, og ævintýrarík.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kilja, RÚV

„Þetta er fallega gerð bók, myndirnar hans Tóta eru afburðaskemmtilegar.“
Egill Helgason / Kiljan, RÚV

Myndband úr Kiljunni: http://youtu.be/gXws8mDWS8Q

„Götumálarinn eftir Þórarinn Leifsson er svakaleg frásögn. … Bókin Götumálarinn er til marks um óvenjulega frásagnarhæfileika sem vert er að rækta. Margir hafa áttræðir skrifað æviskýrslu sem er fátækari að sviptingum en þessir mánuðir Þórarins Leifssonar.“
Svavar Gestsson/ svavar.is

http://svavar.is/greinar/menning/nr/121357/

„Þórarinn er sögumaður, skemmtilegur stílisti; átakalaust getur hann dregið upp snöggar myndir sem sindra, skínandi klárar … Þegar lesanda er, um miðja bók, gefin von um að mamma og systir finni þennan saklausa svallara léttir honum, en sagan dregur enga dul á að þótt víða flækist frómur voru hættur á hverju horni.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

http://www.frettatiminn.is/menning/bokadomur_gotumalarinn_eftir_thorarin…