Kaldakol

Allt hófst þetta eldsnemma á mánudegi. Klukkan fimm var búið að loka fyrir umferð inn í landið og ræsa allar björgunarsveitir. Fyrstu farþegarnir fóru í loftið um sjöleytið. Klukkan átta byrjuðu skip að sigla frá höfnum um allt land. Rýming Íslands var hafin.

Íslenska þjóðin er flutt í heilu lagi til þýskalands undir því yfirskini að hræðilegar náttúrhamfarir séu yfirvofandi á Íslandi. Listakonan Kolbrún XL hefur hannað umhverfislistaverk; minkaða útgáfu af Ísland á fyrrverandi flugvelli í suðurhluta Berlínar. Listaverkið inniheldur meðal annars smækkað Klambratún, eftirlíkingar af heitu pottum Vesturbæjarlaugarinnar og dulitla Hringbraut sem hringar sig í kringum gámaþorp hvar öll íslenska þjóðin býr. Verkefnið er skipulagt af fyrirtækinu Kaldakol, sem margir lesendur virðast þekkja aftur sem íslenska fjárfestingarfélagið GAMMA.

VIÐTÖL

DÓMAR 

 „En þetta ytra yfirbragð gefur engan veginn til kynna hversu drepfyndin sagan er..“
Rósa María Hjörvar – Bókmenntaborgin.

Þrjú hundruð þúsund lundar í spottum?… Bráðfyndin samfélagsádeilda sem vekur upp fjölda spurninga um íslenskt samfélag.        
Helga Birgisdóttir – Fréttablaðið & Visir.is

Var að klára skáldsöguna kaldakol eftir Thorarinn Leifsson var ekki viss hvort bók um þjóðflutninga á Íslendingum til Berlínar myndi gera sig eldgos eru staðreind sem er orsökin að svo verður verð að segja ykkur þetta er frábær saga sem gengur upp óvenjulega saga sem rímar við gamla hugmynd dana um að flytja landan yfir hafið mæli með henni við alla sem lesa enþá bækur og þá sem kunna að lesa.
Bubbi Morthens, rokkstjarna

„Bókin er einkar vel stíluð og á mannamáli.“ 
Stundin

„Ósegjanlega fyndin.“ 
Jórun Sigurðardóttir, Orð um bækur.

„Seinni hlutinn gerir þetta allt þess virði! Af því að maður situr eftir með allskonar spurningar og er að velta fyrir sér hlutum.“ 
Kollbrún Bergþórs, Kiljan

„Það er heilmikið hugarfóður í þessari bók og hún er skemmtileg!“ 
Haukur Ingvarsson, Kiljan.

„Mikilvægasta bók ársins. Fimm eldfjöll í startholunum og bara einn höfundur sem veit hvert best er að fara. 400 stig á Gamma Corporate vísitölunni.“ 
Steinar Bragi Guðmundsson.

„Alveg hreint ískrandi skemmtileg.“ 
Hrafn Jökulsson.

„Gat ekki hætt, hún er æðisleg!“ 
Guðríður Haraldsdóttir, blaðakona. 

„Kaldakol er þrusugóð!“ 
Jón Heiðar, Markaðsstjóri Iceland Travel.

„Geggjaða hugmyndaflug! Ég skemmti mér vel við lesturinn.“ 
Halldór Baldursson, teiknari.

„Fimm jólaþrumur.“ 
Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.

„Þetta er alveg frábær bók, satíra af bestu sort!“ 
Steinunn Stefánsdóttir, fjölmiðlakona.