Langafi og jökullinn sem hvarf

Langafi rak tíu hesta yfir ísinn. Hundrað árum síðar kom ég á sömu slóðir og  sá að jökullinn var horfinn!

Þórarinn Leifsson ók með ferðamenn um sömu sveitir og langafi Guðmundur frá Stóra-Hofi var vanur að reka búfé. Afraksturinn er 66 síðna myndskreytt saga, blanda af barnabók, kennsluefni og grafískri nóvellu. Markmiðið er að fræða bæði ferðamenn og Íslendinga um stórkostlegt land og sögu þess á hjara veraldar.