Leyndarmálið hans pabba

Björn Böðvar, pabbi Siddu og Hákons er ekki alveg eins og aðrir menn. Hann býr yfir hræðilegu leyndarmáli sem enginn má vita af: Björn Böðvar er mannæta! Það er leyndarmál fjölskyldunnar sem þau Sidda og Hákon reyna að fela fyrir umheiminum og ekki síst lögreglunni.

Þau eru umkringd litríkum persónum á borð við leynilögreglumanninn Vidda nikótín, íþróttabrjálæðinginn Ívar bang-bang, besta vininn Bjössa börger, hina óþolandi Bertu bleiku.

Leyndarmálið hans pabba er saga um venjulega krakka sem glíma við óvenjulegt vandamál með ófyrirséðum málalokum. Um leið er þetta saga um raunverulegt vandamál sem margir krakkar búa við – togstreituna um hvenær eigi að þegja og hvenær eigi að segja frá.

Bókin hefur komið út í Danmörku, Þýskalandi, Finlandi og Færeyjum. Um hana hafa verið skrifaðar margar lærðar greinar og ein B.A. Ritgerð sem er eftir Elínu Björk Jóhannsdóttur.