Myndasögur

Myndasögurnar sem sjást hér eru annars vegar Ruglmálaráðuneytið sem birtist í nokkrum skammlífum prentmiðlum í kringum 1990 og hinsvegar sjálfsævisögulegar örsögur sem birtust í tímaritinu GISP! um svipað leiti. Ruglmálaráðuneytið með ólátabelginn Surt í fararbroddi náði að valda einhverjum usla áður en yfir lauk. Sem dæmi má nefna að myndir úr einni seríunni – sem lýstu íslensku ríkisstjórninni að borða mannakjöt – voru bannaðar og teknar niður af sýningu. Textinn í þessum myndasögum var sá fyrsti eftir Þórarinn Leifsson sem birtist opinberlega: mestmegnis upphrópanir og stutt absúrd atvik með vísunum í hversdag teiknarans sem lesendur gátu engan veginn áttað sig á. Á þessum tíma hafði Þórarinn engan áhuga á ritstörfum, lesendur skiptu hann engu. Hvað þá prófarkalesarar.