Myndskreytt bók á fjórum tungumálum

Langafi og jökullinn sem hvarf varð til þegar Þórarinn Leifsson ók með túrista um sömu slóðir og langafi hans var vanur að reka búfé. Bókin er blanda af barnabók, kennsluefni og grafískri nóvellu og markar jafnframt afturhvarf höfundar til myndskreytinga í 66 máluðum síðum. Markmiðið er að fræða erlend og íslensk börn um stórkostlegt land og sögu þess á hjara veraldar. 

Langafi og jökullinn sem hvarf fæst núna á íslensku og ensku í Hjarta Reykjavíkur, 12tónum, í Forlagsbúðinni úti á Granda og í eftirfarandi Penninn-Eymundsson búðum: Á Laugavegi 77, Skólavörðustíg, Austurstræti, Kringlunni, Smáralind, Hafnarfirði, í Keflavík, á Akranesi, á Selfossi og á Akureyri.

Höfundur selur bókina einnig beint á 4440 krónur með vsk. Hagnaður af sölu fer í að framleiða næsta upplag sem kemur út á þýsku og spænsku í ágúst. Þórarinn Leifsson er að segja heiminum sögu sem skiptir máli á fjórum tungumálum – sögu af langafa sem fór með hesta yfir jökul sem er horfinn núna.

> Meira um bókina

> Viðtal í Stuck in Iceland