Kaldakol! Allir úr landi!

Skáldsagan Kaldakol kom  út í nóvember 2017. Verkið er nokkuð pólitískt og má meðal annars greina í því gagnrýni á íslenska auðmenn sem mergsjúga þjóðina – mörgum lesendum finnst þeir þekkja eignarhaldsfélagið GAMMA í gervi hins ógurlega Kaldakol. Sagan fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og almennum lesendum eins og sjá má  á heimasíðu hennar. Rithöfundurinn og spaugfuglinn Steinar Bragi Guðmundsson sagði verkið fá „400 stig á Gamma Corporate vísitölunni.“ Annar gagnrýnandi, Rósa María Hjörvar, skrifaði hinsvegar að alvarlegt yfirbragð bókarinnar gæfi „engan veginn til kynna hversu drepfyndin sagan er …“ 

Þvottahúsið í Barselóna

Ég veit ekki hvernig katalónska skiptinemanum datt í hug að auglýsa íbúðina sína til leigu í fjöldapósti um miðja nótt. En það svínvirkaði. Ég hímdi hálf slompaður og dofinn yfir tölvunni þegar pósturinn datt inn í hólfið. Ennþá reiður við sjálfan mig fyrir að hafa farið að rífast við Sollu um eitthvað sem skipti engu máli. Og reiður við hana fyrir að gera alltaf svona mikið mál úr öllu. Ég átti afmæli. Ókei, ég drakk kannski einum drykk of mikið en þetta var mitt andskotans afmæli.

(Smásaga sem birtist fyrst í TMM)

Lesa áfram “Þvottahúsið í Barselóna”

Verðlaunaafhending í Iðnó

Þetta hljómaði næstum því eins og bölvun. Maður er nefndur … tilnefndur.
Konan mín hafði reynt að ná í mig í síma allan daginn. Hún stóð í gættinni þegar ég kom heim eins og einhver væri dáinn eða barn fætt á Landsspítalanum.  Þú ert tilnefndur til menningarverðlauna DV, sagði hún. Þú átt að mæta niður í Iðnó klukkan fimm.
Nei, sagði ég. Fokking markaðsdeildin. Ég vil ekki! Lesa áfram “Verðlaunaafhending í Iðnó”

Þú færð aldrei nein fokking ritlaun!

Mig langaði til að skrifa lýsingu á ársfundi Rithöfundasambands Íslands fyrir  Subbukarlavefinn.  Fyrst datt mér í hug að nálgast verkefnið á svipaðan hátt og Hunter S. Thompson gerði í Fear and Loathing in las Vegas. Ég gæti kallað greinina Skrifandi skáld í borg óttans eða eitthvað í þeim dúr. Svolítið unggæðingslegt kannski. Og þegar á reyndi gekk þetta ekki alveg upp.

(Birtist í Subbukörlum og sóðaritum vorið 2012) Lesa áfram “Þú færð aldrei nein fokking ritlaun!”