Út að drepa túrista var dreift í bókabúðir 28 september, 2021. Þeir sem vildu forskot á sæluna mættu í útgáfuhófið í 12 tónum á Skólavörðustig klukkan 18-20, föstudaginn 24 september, daginn fyrir kosningar. Þar var bókin á sérstöku kynningarverði og Þórarinn Leifsson áritaði. Það voru allir velkomnir og þeir sem hafa störfuðu með höfundi í ferðaþjónustu alveg sérstaklega.
Út að drepa túrista er glæpasaga og ekki síður svipmynd af íslenskri ferðþjónustu um það leiti sem kórónaveiran lamaði öll ferðalög um ísland og heimsbyggðina, vorið 2020.
Nánar má lesa um bókina hér.
Lesið hugleiðingar höfundar um bókina hér
Lesið fyrsta kafla hér.