Kaldakol! Allir úr landi!

Skáldsagan Kaldakol kom  út í nóvember 2017. Verkið er nokkuð pólitískt og má meðal annars greina í því gagnrýni á íslenska auðmenn sem mergsjúga þjóðina – mörgum lesendum finnst þeir þekkja eignarhaldsfélagið GAMMA í gervi hins ógurlega Kaldakol. Sagan fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og almennum lesendum eins og sjá má  á heimasíðu hennar. Rithöfundurinn og spaugfuglinn Steinar Bragi Guðmundsson sagði verkið fá „400 stig á Gamma Corporate vísitölunni.“ Annar gagnrýnandi, Rósa María Hjörvar, skrifaði hinsvegar að alvarlegt yfirbragð bókarinnar gæfi „engan veginn til kynna hversu drepfyndin sagan er …“ 

Skildu eftir svar