
Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Þegar áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri ferð og gaf deginum einkunn að hætti TripAdvisor. Hér er hægt að fylgjast með framvindu á Facebook síðunni.
Bekkurinn veitir innsýn í tólf mánaða tímabil þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Sjötíu og sex myndir lýsa síbreytilegri veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru jafnt sem eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum – á vertíð sem virðist aldrei taka enda.