Hvar fæst þessi bók eiginlega? Bókin um langafa?

Beint frá höfundi Þú getur sent tölvupóst á netfangið totil123@gmail.com og fengið bókina senda beint heim með áritun frá höfundi. Þá kostar eintakið 3.900 krónur, 3.000 ef fleiri en þrjár bækur eru pantaðar í einu.

Hjarta Reykjavíkur á Laugaveg 12b selur„Langafi og jökullinn sem hvarf“ einnig fyrir 3.900 krónur eintakið. Búðin er auk þess með rómaðan gjafavarning til sölu þannig að þar er jafnvel hægt að bæta í pakkann.

Penninn Eymundsson er að selja langafa í sínum helstu búðum. Þau eru líka með hana til sölu á vefsíðunni fyrir 4.999 krónur. Penninn er afar mikilvægur söluaðili þar sem þau sjá um að dreifa bókinni út um allt land. Eintök hafa sést á Akureyri, á Ísafirði, í Húsavík, í Vestmannaeyjum og á Selfossi.

Forlagsbúðin úti á Granda bíður aðeins betur. Þar fæst bókin á 4.590 krónur. Þau eru líka með ansi mikið úrval af bókum almennt.

Salka á Hverfisgötu 89-93 býður enn lægra verð, langafi kostar 4.490 krónur á vefsíðu búðarinnar. Salka gefur út eigin bækur og auglýsir ýmsa atburði reglulega.

Gullfosskaffi er með bókina til sölu á fjórum tungumálum. Verslunin auglýsir sig á Instagram og er til fyrirmyndar hvað varðar upplýsingamiðlun og sölu.

Sveitbúðin Una er falleg gjafavörubúð á Hvolsvelli. Þarna er tekið afar vel á móti ferðamönnum – hvað leiðsögumenn athugi.

12tónar eru með örfá eintök til sölu. Þeir selja aldrei neitt og bókin sést hvergi uppi við. Enn það gerir ekkert til því eigendurnir eru góðir vinir höfundar. Í 12tónum er líka hægt að kaupa vinylplötur og sulla bjór yfir RUV-silkihúfur ef sá gállinn er á manni.

Kaffifélagið er með örfá eintök til sölu. Þetta er eitt besta kaffihúsið í bænum og afar vinveitt litlum útgáfum.

Bókakaffið í Reykjavík og á Selfossi eru með bókina enn lítið vitað um sölu enn sem komið er. Ættu að vera til eintök einhverstaðar inni í búðinni ef vel er leitað.

Bónus og Hagkaup höfðu engan áhuga á að hafa þessa bók til sölu. Ekki vera aumingi, ekki kaupa jólagjafir handa barninu þínu þar sem þú kaupir vanalega smokka, klósettpappír og rækjusamlokur.

Í stuttu máli: Gefðu „Langafi og jökullinn sem hvarf“ í jólagjöf. Ríkulega myndskreytt bók sem hefur slegið í gegn og fengið afar góða dóma í Kiljunni og víðar. Fæst í betri bókabúðum og árituð beint frá höfundi.