Götumálarinn – umsagnir annarra höfunda

Flottur undirsteitaður tónn, smart uppbygging og lesvænt með afbrigðum, ég hefði ekkert kvartað hefði hún verið tvöfalt lengri. Á tímabili leiddi þetta hugann að undirfurðulegri blöndu af Tolkien og Bukowski. Meiri Bukowski. Og með hjarta. Ég held ég hafi aldrei lesið ævisögu jafn algerlega lausa við rembing og stæla, nema kannski Hand to Mouth e. Auster. Og niðurlagið er pörfekt, algerlega.

Steinar Bragi Guðmundsson, Rithöfundur

… og hvað get ég gert?

Ég sé alveg fyrir mér að þetta verði að orðtæki á heimilinu!
[…] Mér finnst hún, bókin það er að segja, alveg sérlega vel heppnuð. Og skemmtileg.
En það er líka mjög mikill dapurleiki í henni,
sérstaklega í tengslum við þennan Sjan-Klot-mann.
Svo er hann bara skilinn eftir, og í huga manns er hann
ennþá á einhverju svona ferðalagi, nema auðvitað að
hann sé ekki lengur á meðal vor.
[…] Mér fannst þetta með ferðalag mæðgnanna ganga vel upp.
[…] Svo var einn kafli sem mér
fannst ansi fínn […] segir frá sjálfri götumynda-
gerðinni. Hann fannst mér líma þetta allt saman, og eftir á
finnst mér hann alveg ómissandi fyrir bókina í heild.

Bragi Ólafsson, Rithöfundur

í Viðskiptablaðinu: Ég var mjög spenntur að lesa Götumálarann eftir Þórarinn, því ég hitti Tóta á því ferðalagi sem hann lýsir í bókinni, árið 1986, og fylgdist með honum raka saman pesetum í Granada á Spáni þar sem hann nánast þakti heil torg með Johnny Rotten og Maríu mey. Þetta er alveg sérlega læsileg frásögn, sem andar vel og er alveg laus við móral eða tilfinningasemi, en hún er dapurleg í grunninn, það er að segja efni hennar, stefnulaust flökkulífið. Í lok bókarinnar er virkilega smart hvernig Tóti gerir upp þetta tímabil í lífi sínu.

Bragi Ólafsson, Rithöfundur