Út að drepa túrista nefnist nýjasta bók Þórarins Leifssonar sem einnig teiknaði í hana myndir og braut um. Í bókinni segir af lífsþreyttum leiðsögumanni, Kalman Pétri, sem leggur í enn eina ferðina með erlenda ferðamenn en sú stefnir þó í að vera öllum öðrum ólík. Einn ferðamannanna finnst myrtur á hóteli í upphafi bókar og virðist nokkuð ljóst að einn hinna ferðamannanna er morðinginn. Lögreglan hefur rannsókn og Kalman leggur grunlaus af stað með fulla rútu af ferðamönnum og fúllynda bílstjórann Magga.
Þetta er glæpasaga og um leið svipmynd af íslenskri ferðaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu og titillinn sagður leikur að þeirri þversögn að þótt stór hluti þjóðarinnar lifi af þerðaþjónustu séu tilfinningar margra Íslendinga til túrista ansi flóknar. Þeir bæði hati þá og elski.
Stífur rammi
Þórarinn hefur skrifað bækur fyrir börn og fullorðna og flær verið þýddar á fjölda tungumála. En nú kveður við nýjan tón því þetta er hans fyrsta glæpasaga. Hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að skrifa krimma. „Mig langaði til að gera bók sem myndi fá fleiri lesendur þannig að ég ákvað að gera stutta kafla, einskorðaða við þúsund orð, minnir mig. Ég hef verið svo mikið í tilraunum að ég ákvað að setja einhvern stífan ramma utan um þetta og taka þá eitthvað sem er vinsælt og það eru til dæmis krimmar,“ svarar Þórarinn. „Ég vildi fá einhverja skál utan um efnið svo það myndi ekki flæða í allar áttir. Vaða úr einu sjónarhorni í annað, hafa stutta kafla. Þetta er svolítið eins og Netflix-sería.“
– Þú setur mjög skemmtilegan fyrirvara áður en sagan hefst, biður lesanda að athuga að fordómar, kynfláttahatur, fitusmánun, karlremba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun, mistök í leiðsögn og ýmiss konar óeðli séu ekki höfundar.
„Já, já, nú á tímum er nauðsynlegt að hafa alltaf fyrirvara. Málið er að flað er alltaf hætta á því að lesandinn tengi karakterana of mikið við mig og flá losna ég aldrei við þennan stimpil og hætti væntanlega að fá vinnu sem leiðsögumaður,“ svarar Þórarinn kíminn. Kalman siðlaus og brotinn
– Mig langaði einmitt að spyrja þig hvort leiðsögumaðurinn Kalman Pétur sé að miklu leyti þú sjálfur eða byggður á þinni reynslu …
„Já og nei. Allar þessar íslensku karlpersónur yfir þrítugu eru alltaf að einhverju leyti byggðar á mér en líka oft byggðar á fólki sem er í kringum mig. þannig að ég passa mig náttúrlega á því að fara heldur ekki of nálægt. Að vera leiðsögumaður er svipað og að vera leikskólakennari þannig að Kalman leyfir sér miklu meira en ég myndi nokkurn tíma leyfa mér og meira að segja í hugsun. Hann er nokkuð siðlaus, í raun og veru, brotinn. En það eru element í honum úr mér og element úr mér líka í Magga bílstjóra,“ svarar Þórarinn. Hann sé að leika sér svolítið með miðaldra hvíta karlinn og líka leiðsögumanna- og bílstjóratýpurnar.
Spaug í anda Fargo
– Þetta er gamansöm glæpasaga, það er léttur tónn í henni, ekki satt?
„Jú, ég er að reyna að ná svolítið þessum grófa húmor sem er til dæmis í kvikmyndinni Fargo,“ svarar Þórarinn og er í framhaldi spurður hvort fléttan sé í anda Agöthu Christie, full rúta af grunuðum. Jú, hann staðfestir að svo sé og bendir í því sambandi á Morðið í Austurlandahraðlestinni.
„Ég er að taka viljandi upp flá klisju til að reyna að setja einhver bönd á þetta. Bókin er á mörkunum að vera of fagurfræðileg þannig, eins og einhver lesandinn sagði. Ég er að reyna að gera það ekki, er að reyna að gera klisju, reyfara, en þar sem ég hef aldrei lesið mikið af þannig reyfurum er ég ekkert endilega að koma inn sem sérfræðingur í glæpasögum,“ segir Þórarinn. Hann nálgist formið utan frá, sem aðkomumaður, og sækist eftir því að bókin virki eins og Netflix-sería. Hún verði vonandi „hámlesin“.
Þórarinn segir Covid-faraldurinn með öllum sínum takmörkunum, ferðamannaflurrð og hléum hafa bjargað sér að mörgu leyti. Covid hafi fært sér sögusviðið og auk fless heilt ár til að skrifa. Bókin er flví allmikið innblásin af kófinu. „Og í raun og veru skrifuð beint inn í það, þessi vika sem gerist í miðjum mars er vika sem ég lifði sjálfur“ bætir Þórarinn við og á þar við tímabilið sem sagan spannar.
Beint upp úr dagbók
Fremst í bókinni er upptalning á öllum ferðamönnum sögunnar, hinum látna og hinum grunuðu. Lýsingarnar eru stuttar en oftar en ekki spaugilegar og Þórarinn er spurður
hvort einhverjar flessara persóna séu byggðar á fólki sem hann hafi kynnst á ferðum sínum. „Já, lauslega og á stuttum atvikum sem ég hef lent í. Ég man eftir stelpu með dredda sem var augljóslega undir áhrifum ofskynjunarlyfja og ég hef oftar en einu sinni dílað við Trump-ista, pólitíska öfgamenn. Oft eru setningar sem þú lest í bókinni teknar beint upp úr dagbók hjá mér, ég held alltaf dagbók,“ segir Þórarinn. Hann hafi haldið dagbók allt frá því sonur hann fæddist árið 2011 og hún bæði hjálpað honum við bókaskrif og ýmsar upprifjanir. Þórarinn er að lokum spurður hvort bókin verði gefin út á fleiri tungumálum og segir hann bandarískan þýðanda vinna að því að fá bókina gefna út á ensku. „Það skýrist í janúar eða febrúar, ég bind vonir við það og titillinn verður þá Killing Tourists“ segir Þórarinn.
– Þetta er ansi grípandi titill …
„Já, Út að drepa túrista. Einhver sagði að þetta væri titill ársins,“ segir Þórarinn sposkur. Honum hafi líka tekist að rugla nokkra í ríminu á samfélagsmiðlum með þessum ágæta titli.