Götumálarinn

Submitted by totil on Sat, 08/20/2011 - 17:47
Icelandic

Árið 1986 hverfur nítján ára Íslendingur á ferðalagi um Evrópu. Síðast heyrist til hans á Suður-Spáni þar sem hann segist lifa á því að mála myndir á gangstéttir. Þegar ekkert hefur spurst til drengsins í nokkra mánuði halda systir hans og móðir suður í sólina til að reyna að finna hann – en undir niðri kraumar ótti um það sem leitin kann að leiða í ljós …

Í þessari makalausu sögu berst lesandinn vítt og breitt um Spán og Marokkó, inn í framandi og háskalegan heim götulistamanna og flækinga. Frásögnin er æsispennandi og ævintýraleg, full af ógn og ísmeygilegri fyndni eins og fyrri verk höfundar.

Hér má lesa fyrsta kafla.

Bókin er ekki ætluð börnum.