Algjört frelsi

,,Þessi dýrðarinnar dagur er fyrsti dagur sumarfrísins, framundan er algjört frelsi.”

Með þessum orðum vekur hinn talandi hundur Lubbi eiganda sinn, Tinnu trassa, einn morguninn. Það eina sem skyggir á gleðina er nammibindindið sem mamma Tinnu hefur skikkað hana í – en hver tekur mark á slíku? Í brjálæðislegri súkkulaðiþörf æða Tinna, Lubbi og afi unglingur út í borgina í leit að pabba Tinnu sem leyfir allt. En borgin er hættuleg og mannlífið flókið – fyrr en varir eru félagarnir á  æsispennandi flótta undan tískulöggunni og hyski hans og hinn rétti Guðjón Ísleifsson, öðru nafni pabbi, hvergi í sjónmáli.

Eftir Þórarinn Leifsson og  Auði Jónsdóttur. Þórarinn myndskreytti.