Málverk

Þessi málverk eru frá tímanum eftir útskrift úr málaradeild myndlistar og handíðaskólans í Reykjavík 1989. Verkin eiga það öll sameiginlegt að vera frekar stór. Olíumálverkin voru undir greinilegum áhrifum frá myndasögum og graffití, síðan sjást stór sprautuverk á bíla sem eru bein arfleið frá götumálverki og auglýsingagerð. Loks má sjá umdeildar veggskreytingar af skemmtistaðnum Tunglinu; myndir af forseta íslands og biskupnum. Skreytingar þessar voru bannaðar af yfirvöldum á sínum tíma. Málað var yfir þær með svartri málningu.