Útlenski drengurinn

Submitted by totil on Sat, 11/01/2014 - 18:27
Icelandic

Leikritið Útlenski drengurinn hlaut afara góðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Tjarnarbíó á degi tungunnar, 16. nóvember 2014. 9 sýningar voru fluttar fyrir fullu húsi fyrir jól og ráðgert er að hefja sýningar að nýju vorið 2015.

Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn Leifsson gerði fyrir námsgagnastofnun 2011. Það er gamanleikur með alvarlegum undirtóni ætlað ungu fólki á öllum aldri.

Útlenski drengurinn fjallar um Dóra litla sem er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf. Hann er sviptur grundvallar mannréttindum og látinn bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu. Verkið veltir upp spurningum um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs.

Leikarar
Halldór Halldórsson (Dóri DNA)
Þorsteinn Bachmann
María Heba Þorkelsdóttir
Magnea Björk Valdimarsdóttir
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Benedikt Karl Gröndal

Leikstjórn
Vigdís Jakobsdóttir

Hljóðmynd
Jónas Sigurðsson