Bókasafn Ömmu Huldar

Submitted by totil on Fri, 09/30/2011 - 18:12
Icelandic

Albertína býr í skrýtnum heimi. Þar finnast engar bækur og í skólanum lærir hún bara um vexti og lán. Internetið var bannað löngu áður en hún fæddist og hinn hræðilegi Gullbanki er langt kominn með að sölsa veröldina undir sig. Og svo byrjar fullorðna fólkið að hverfa. Dag einn birtist tröllkonan Huld með risastórt bókasafn og hættulega þekkingu. Ekkert verður sem fyrr.

Bókasafn Ömmu Huldar kom út á Íslandi haustið 2009 og í Danmörku ári síðar. Hún kemur einnig út í Noregi og Finnlandi á næstunni. Bókin fékk barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar 2010 og var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2011.