Dómur, Morgunblaðið ****

Submitted by totil on Sat, 11/01/2014 - 18:13
Undefined

Hugsanlega er til eitthvað af fólki sem líkar ekkert sérlega vel við börn en þorir ekki fyrir sitt litla líf að segja frá því. Það er nefnilega fátt jafnmikið tabú í vestrænu velmegunarsamfélagi og að hata börn; nánast skylda að þykja vænt um þau og þykja þau skemmtileg. En hér er komin bók sem heitir Maðurinn sem hataði börn og þar er sögu- maðurinn Sylvek nokkur, spænsk- ur piltur, nýbúi eins og hann segir sjálfur, sem býr í vesturbæ Reykjavíkur með Æsu systur sinni og ömmu þeirra Siggu Sjutt. Ástæðan fyrir búsetu þeirra þar er að saltfiskútflytjandi arf- leiddi ömmuna að húsi sínu í Reykjavík. Þau lifa nokkuð ein- angruðu lífi, hafa lítið aðlagast sam- félaginu, söknuður eftir ys og hlýju Barselónaborgar lætur gjarnan á sér kræla og hugmyndarík hrekkju- svín gera Sylvek lífið leitt. Þegar einhver tekur upp á að myrða unga drengi og skilja lík- amsparta þeirra eftir í stórmörk- uðum og grunnskólum fellur grun- ur Sylveks á dularfullan heimum sem eru með andlit eins og rass á gömlum manni á hlið [125] og keyra bíla með innbyggðum kló- settum fara á kostum í fáránlegum söguþræði, sem þó gengur al- gjörlega upp. Orðbragðið er hressi- legt: amman Sigríður hótar Sylvek að hann fái ekki rassgat að borða [14], hótar að henda internetinu
[53] og eyrnastórum dreng er kostulega lýst: „Risastór eyrun vörpuðu löngum skuggum yfir hverfið. Þau virtust næstum því gegnsæ og appelsínugul í sólinni.“ [33] Og þá ættu unnendur kúka- brandara að gleðjast við lesturinn, en allnokkra slíka er að finna í bók- inni.
Titillinn einn og sér: Maðurinn sem hataði börn, fær mann til að sperrast upp og hugsa sem svo að hér sé eitthvað áhugavert og öðru- vísi á ferðinni. Og mikið rétt – Þórarinn hefur hér skrifað bráðhressa bók með skuggalegu yfirbragði,
sem á sama tíma er hárbeitt ádeila, ískrandi fyndin og frumleg en fyrst og fremst bráðskemmtileg. Og þetta er ekkert bara bók fyrir börn, heldur fólk á öllum aldri sem finnst gaman að veltast um af hlátri við að lesa fyndnar og frumlegar bækur.

ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR. Morgunblaðið.